Sjóstöng

catamaran50.031

Topwaves sérhæfir sig í hvala-/fuglaskoðun, sjóstöng og hópeflisferðum. Skipið er staðsett annaðhort á Akranesi eða í Reykjavík.

Ferðin

Ferðin samanstendur af hvalaskoðun og sjósöng í sömu ferð. Eftir að hvalir hafa verið skoðaðir er ferðin enduð með sjóstangveiði þar sem allir farþegar fá möguleika á að spreyta sig í sjóstöng í 20 til 30 mínútur.

 

Fengurinn

Hefðbundin ferð tekur um það bil 3 til 3,5 klukkustundir og meðan á ferðinni stendur er mögulegt að sjá höfrunga, hnísur eða jafnvel hnúfubak í náttúrulegu umhverfi. Ef þú ákveður að prófa að veiða þá er mögulegt að veiða Þorsk, Ýsu, Lýsu, Ufsa, Makríl eða jafnvel Steinbít.

Ef þú fangar fisk þá bjóðum við þér upp á að grilla fenginn um borð á leið til hafnar að kostnaðarlausu. Það er eitthvað ?

Brottfarartími

Í sumar eru brottfaratímar skv. samkomulagi. Best er að setja sig í samband við okkur og við finnum það sem hentar. Jafnframt bjóðum við upp á sérsmíðaðar ferðir ef þú ert með eitthvað sérstakt í huga.

Fyrir frekari upplýsingar og bókun






Also available in: enEnglish (English)